Hafa áhyggjur af of mikilli umferð

Bæjarstjórn segir að vegakerfið sé ekki hannað fyrir jafn mikla …
Bæjarstjórn segir að vegakerfið sé ekki hannað fyrir jafn mikla umferð og raun ber vitni á suðausturhluta landsins. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt bókun þar sem sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum vegna ástands umferðarmála í Öræfum. Slysatíðni hafi aukist samhliða aukinni umferð og fjölgun banaslysa.

Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að langt sé í viðbragðsaðila í Öræfum og mikið sé lagt á björgunarsveitina á staðnum og slökkvilið í Öræfum, sem byggt er upp af sama fólkinu.

„Gestir í Skaftafell og Jökulsárlón voru um 800 og 850 þúsund á síðasta ári eða að meðaltali rúmlega 2000 gestir á dag. Meðalfjöldi bifreiða á síðasta ári við Lómagnúp var 1.344 á dag,“ segir í bókuninni.

Þar er bent á að vegakerfið sé ekki hannað fyrir þessa miklu umferð. Bæjarstjórn óskar eftir því að ræða við samgönguyfirvöld um málið og að unnið verði áætlun um breikkun vega og frekari fækkun einbreiðra brúa til að efla umferðaröryggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert