Þýsk verkakona á gafli á Granda

Vegfarendur um hringtorgið úti á Granda ættu að hafa orðið …
Vegfarendur um hringtorgið úti á Granda ættu að hafa orðið varir við þýsku verkakonuna. Ljósmynd/Aðsend

Vegfarendur á Granda hafa eflaust rekið upp stór augu vegna nýs vegglistaverks við hringtorgið, en þar er um að ræða veggmynd sem tákna á sögu þýskra kvenna á Íslandi.

Verkið var málað af hinum þýsku Nomad Clan og Heru Herakut í tilefni komu þýskra landbúnaðarverkamanna til Íslands, en 8. júní 1949 lagði strandferðaskipið Esja að höfn í Reykjavík með 130 þýskar konur og 50 þýska karlmenn sem hingað voru komin á vegnum Búnaðarfélagsins til að starfa sem landbúnaðarverkamenn.

Alls komu 314 þýskir verkamenn til landsins árið 1949 og var það stærsti hópur útlendinga sem komið hafði til landsins fram að þessu, fyrir utan herlið Bretlands og Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu frá þýska sendiráðinu. Margir settust hér að fyrir fullt og allt og eru afkomendur þeirra fjölmargir í dag.

Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á Íslandi, ásamt listakonunum Nomad Clan …
Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á Íslandi, ásamt listakonunum Nomad Clan og Heru Herakut. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert