Tún farin að brenna á Suðurlandi

Guðni Guðjónsson athugar ástand heys sem hann er að þurrka.
Guðni Guðjónsson athugar ástand heys sem hann er að þurrka. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tún eru byrjuð að brenna á Suðurlandi vegna langvarandi þurrka. „Sandatún og tún á aurum eru farin að líða fyrir þurrk og maður er farinn að sjá merki um bruna. Þá fer að vanta vatn fyrir búfénað sums staðar. En sem fyrr í þurrkatíð koma mýrartún og tún þar sem jarðvegur er þykkur best út.“

Þetta segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, í Morgunblaðinu í dag.

„Uppskeran er í tæpu meðallagi. Ég varð að slá vegna þurrkanna. Grösin voru byrjuð að brenna og þau verða ónýt ef ekki er slegið,“ segir Guðni Guðjónsson, kúabóndi á Helluvaði á Rangárvöllum. Varla hefur komið dropi úr lofti á Rangárvöllum frá 10. maí.

Margir kúabændur á Suðurlandi hafa lokið eða eru að ljúka fyrri slætti. Vegna þurrkanna hefur sprottið illa en gæði heyjanna eru þeim mun meiri. Bændur eru að slá grasið í fullri sprettu, fá það hraðþurrkað og pakkað inn í plast á innan við sólarhring. Fóðurgildið ætti því að vera gott. „Þetta er uppskrift að góðum heyjum. Ef ekki er hægt að ná góðum heyjum við þessar aðstæður er það aldrei hægt,“ segir Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum í Ásahreppi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert