Boðar endurskoðun reglna um umræður

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/​Hari

Forseti Alþingis boðar að hafin verði vinna við endurskoðun þingskapa Alþingis. Vísar hann til þróunar mála undanfarnar vikur og segir að taka verði til endurskoðunar einkennilega framkvæmd andsvara og það fyrirkomulag að þingmenn hafi rétt til að taka til máls í hið óendanlega í þriðju eða seinni umræðu um þingmál.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var greinilega að vísa til málþófs þingmanna Miðflokksins um mál sem tengjast þriðja orkupakkanum þegar hann sagði við þingfrestun í gærkvöldi að flestir þingmenn væru hugsi yfir því hvernig störfum þingmanna væri hagað, samkvæmt gildandi reglum, og birtist þjóðinni daglega í fréttum og beinum útsendingum. Velti hann því fyrir sér á hvaða braut Alþingi væri komið, ekki síst í ljósi þess rýra trausts sem það nyti um þessar mundir.

„Við blasir einkennileg framkvæmd andsvara sem verður að taka til endurskoðunar og færa í það horf sem til var stofnað í upphafi, við afnám deildanna 1991. Eins hlýtur að koma til skoðunar það fyrirkomulag við aðra umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um tillögur, að réttur manna til að taka til máls sé óendanlegur [...]“ sagði Steingrímur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert