Öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa og Pétur ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa og Pétur Árni Jónsson (ásamt dyggri aðstoðarkonu) fyrir hönd Árlands skrifuðu undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog í hádeginu í dag. mbl.is/Hari

„Stóru tíðindin í dag er að við erum búin að ná endanlegum samningum við stærstu lóðahafana á lykilsvæðum uppi á Höfða sem gerir það að verkum að núna treysti ég mér til að fullyrða að við erum að fara af stað að umbreyta þessu spennandi svæði í blandaða byggð þar sem íbúðir verða mjög áberandi.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem í dag undirritaði í dag samkomulag fyrir hönd borgarinnar við Ingva Jónasson framkvæmdastjóra Klasa og Pétur Árna Jónssonar hjá Árlandi, um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og áætlað er að fullbyggt hverfi geti rúmað allt að 13.000 íbúa auk ýmis konar þjónustu og atvinnustarfsemi.

Fyrsta hverfið sem hannað er með borgarlínu í huga

Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið og verður hverfið því það fyrsta sem byggt er sérstaklega þar sem mið er tekið af borgarlínu.

„Tilkoma borgarlínunnar gerir okkur kleift að vera með þéttari byggð á þessu svæði og skapa þannig skemmtilegra og betra mannlíf og meiri þjónustu í nálægð og auðveldar færi fyrir fólk sem þarna mun búa því að þarna kemur fyrsti áfangi borgarlínu yfir Elliðaárvoginn og mun tengja höfðana meðfram Suðurlandsbraut og niður í miðbæ og við aðra hluta borgarlínunnar,“ segir Dagur.

Hann segir undirritun samkomulagsins í dag vera tímanna tákn. „Þarna erum við bæði að gera þetta kleift með því að kynna borgarlínunna til sögunnar en um leið getum við líka byggt öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi vegna tilkomu hennar.“

Aðspurður hvort tilvonandi íbúar geti reitt sig á að þessi áfangi borgarlínu verði fullgerði þegar byggðin tekur á sig mynd segir Dagur að svo verði. „Það er það sem við erum að tryggja núna í viðræðum við ríkið og við vorum að klára samkomulag við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að setja sameiginlega peninga á móti ríkinu í undirbúningsfasann á borgarlínunni.“

Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið. Eitt af ...
Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið. Eitt af markmiðum uppbyggingarinnar er að stytta vegalendir innan borgarinnar og styðja við umhverfisvæna þróun Reykjavíkurborgar með þéttri og nútímalegri borgarþróun. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Engin réttaróvissa um innviðagjaldið

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun við samþykkt samkomulagsramma um uppbyggingu á svæðinu á fundi borgarráðs í gær þar sem þeir fagna uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Ártúnshöfða en gera athugasemd við að lóðarhafi samþykki að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar svæðisins og innviða þess.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu samkomulagsins og segja mikla réttaróvissu ríkja um um lögmæti innviðagjaldsins. Því er Dagur ekki sammála. „Við erum alls ekki sammála því að það fylgi einhver óvissa því að við getum gert samninga við lóðarhafa um þátttöku og framlög til innviðauppbyggingar.“

Dagur segir það sameiginlega hagsmuni að lóðarhafar taki þátt í kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða hverfisins með greiðslu gjalda umfram gatnagerðargjald.  „Með sameiginlegri greiningu á því hvað þarf að setja mikinn kostnað í innviði, skóla, götur, brýr, torg, opin svæði og svo framvegis, þá er náð saman um ákveðna skiptingu á þeim kostnaði. Það er auðvitað augljóst að ef allur kostnaðurinn hefði lent á borginni og allur gróðinn hjá lóðarhöfum, þá hefði ekki verið forsvaranlegt að fara af stað.“   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »

„Þetta skal aldrei verða“

22:42 „Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni. Meira »

Taka þurfti blóðsýni með valdi

22:30 Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Þokuský eins og jökulbreiða

21:45 Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn. Meira »

Togarinn „hættulegur staður“

20:55 „Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu,“ segir hafnarstjóri í Reykjaneshöfn um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt. Meira »

Aðgerðinni ítrekað frestað

20:20 Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, hefur sent opið bréf til stjórnmálamanna, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Þar óskar hann eftir því að farið verði yfir stöðuna sem er uppi á gjörgæsludeild. Meira »

Ölvaður starfsmaður fékk bretti í höfuð

20:00 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Árbænum á öðrum tímanum í dag. Þar hafði vörubretti fallið á höfuð starfsmanns og blæddi mikið úr höfðinu. Meira »

Situr fastur á Fimmvörðuhálsi

19:45 Fimm hópar björgunarsveitarfólks eru nú á leið upp á Fimmvörðuháls til að aðstoða göngumann í sjálfheldu í Goðahrauni. Félagi mannsins tilkynnti um atvikið klukkan 18, en maðurinn hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Meira »

Ekið á 16 ára dreng

19:38 Ekið var á sextán ára gamlan dreng sem var að hjóla yfir gangbraut í Garðabæ á tólfta tímanum í morgun. Drengnum varð ekki meint af en hjól hans skemmdist við áreksturinn. Meira »

ESB vill banna gúmmíkurl

19:25 Evrópusambandið er með til skoðunar að banna gúmmí á gerivgrasvöllum til íþróttaiðkunar frá og með árinu 2022. Heilu tonnin af örplasti af fótboltavöllum hverfa á ári hverju og enda í sjónum og jarðvegi. Meira »

Siðanefnd skilar áliti um Klaustursmál

18:25 Siðanefnd Alþingis hefur lokið áliti sínu um Klausturmálið og sent forsætisnefnd. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Meira »

Eldur í bifreið í Reykjanesbæ

18:02 Eldur kom upp í mælaborði bifreiðar á Þjóðbraut í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn. Meira »

Icelandair deili bótum með farþegum

17:50 Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum. Meira »

„Nú þarf ekki lengur Stasi“

17:40 Brynjar Níelsson segir orðið hatursorðræða vera vinsælt á meðal þeirra sem „vilja losna við gagnrýni og andstæðar skoðanir“. Þetta segir Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag, en þar kemur meðal annars fram að ekki þurfi lengur Stasi til að upplýsa um hatursglæpi, „netið og Bárur þessa lands sjá um það“. Meira »

Leiðinni breytt til að auka stemningu

17:15 Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin í hlaupinu verði meiri en undanfarin ár. Meira »

„Eitt stærsta vandamálið innan flokksins“

16:47 „Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Hann segir strúktúrleysið eitt helsta vandamálið innan flokksins. Meira »

Brynjar Elefsen tekinn við sölusviði BL

16:45 Brynjar Elefsen Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs BL ehf. við Sævarhöfða og tók hann við af Skúla Kristófer Skúlasyni sem lét af störfum í júní. Meira »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun hans eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Námskeið í Reiki Heilun.
Lærðu Reiki fyrir sjálfan þig, Reiki iðkun stuðlar að andlegri og líkamlegri vel...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...