Bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði

Vélarnar eru á leið sinni yfir Grænlandssund en stysta flugleið …
Vélarnar eru á leið sinni yfir Grænlandssund en stysta flugleið þangað er frá Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leytið í gær.

Vélarnar eru á leið sinni yfir Grænlandssund en stysta flugleið þangað er frá Ísafirði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fimm flugvélar af mismundi tegundum og ein þyrla taka þátt í keppninni sem felst í því að lenda og taka á loft á eins stuttri vegalengd og hægt er. Sautján manns fljúga með vélunum sem biðu í gær eftir flugheimild yfir Grænlandssund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert