Þurfa að sækja um framlengingu

Tugir milljarðar af séreignarsparnaði liggja í fasteignum.
Tugir milljarðar af séreignarsparnaði liggja í fasteignum.

Lög um framlengda heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í samtali við Morgunblaðið 15. maí sagði Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri að eðlilegt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní.

Einnig kom fram að þeir sem vilja halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán þyrftu að sæka um það á www.leiðrétting.is. Samkvæmt skriflegu svari ríkisskattstjóra, RSK, hefur í ljósi þess að lögin öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa verið birt í Stjórnartíðindum ekki verið leitað eftir því hvort þeir sem ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán vilji gera það áfram. Slíkt verði gert um leið og unnt sé og þegar lögin hafa öðlast gildi verði auglýst í fjölmiðlum. Gert er ráð fyrir því að öllum þeim sem nú séu virkir í nýtingu heimildarinnar verði sendur tölvupóstur með leiðbeiningum um hvernig þeir eigi að bera sig að við að framlengja, kjósi þeir það.

Sótt um á vefnum

Þeir sem kjósa að nýta heimildina þurfi að fara inn á vefinn og taka afstöðu til þess hvort halda eigi áfram. Þeir sem gera það fyrir 1. október 2019 fá óslitna ráðstöfun inn á lán fyrir árið 2019 og svo áfram til 30. júní 2021 eftir almennum reglum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »