Rafbílar losa 75-80% minna

Rafbílar losa 4-4,5 sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum við íslenskar aðstæður ...
Rafbílar losa 4-4,5 sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum við íslenskar aðstæður en bensín- og díselbílar. Það er mýta að þeir séu síður umhverfisvænir, þeir eru margfalt umhverfisvænni. Aukna kolefnisfótsporið sem þeir mynda við framleiðslu jafnast út á rúmu ári af akstri.

Frá því að rafbíll er framleiddur og þar til hann hefur verið keyrður 220 þúsund kílómetra við íslenskar aðstæður losar hann 4-4,5 sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytisknúinn bíll sem lifir nákvæmlega sama lífi.

Kolefnisfótspor rafbíla er meira rétt við framleiðslu bílsins vegna fótspors rafhlöðunnar sjálfrar, framleiðsla rafbíls losar um 50% meiri gróðurhúsalofttegundir en bensínbíls, en um leið og rafbíllinn er kominn á ferð jafnast það út og hann þýtur fram úr bensínbílnum.

Það er sem sagt töluvert umhverfisvænna að keyra rafbíl en annars konar bíl. Ekki síst í ljósi þess að íslensk raforka er mun umhverfisvænni en víðast annars staðar í heiminum. Ísland er kjörlendi fyrir rafbíla.

Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi ...
Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi en rafbílar silast áfram línulega. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Ný skýrsla sem Orka náttúrunnar, ON, vann fyrir umhverfisráðuneytið sýnir þetta, að akstur rafbíls á Íslandi er „mjög umhverfisvænn“ kostur. Og hinu hefur verið haldið fram, ekki síst vegna umrædds fótspors rafhlöðunnar sjálfrar, en markmið skýrslunnar var einmitt að kanna „hvort helstu mýtur um rafbíla ættu við rök að styðjast,“ að sögn Berglindar Ránar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, sem segir þetta í tilkynningu.

„Niðurstöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfisvænn kostur hér á Íslandi,“ segir Berglind.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra tekur við skýrslunni á ...
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra tekur við skýrslunni á rafkubbi, eins og umhverfisráðherra sæmir. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, lætur kubbinn af hendi eftir um árs vinnu að skýrslu um rafbíla. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Í skýrslunni segir að eftir því sem krafan um minni losun gróðurhúsalofttegunda varð háværari hafi einnig vaknað spurningar um hve umhverfisvænir rafbílar eru í raun og veru. Þessum spurningum er að einhverju leyti svarað með þessari nýju rannsókn, það er, niðurstaðan sýnir að jarðefnaeldsneytisknúnir bílar losa margfalt meiri gróðurhúsalofttegundir en rafbílar.

Hrein raforka ætti að vera nýtt í rafbíla

Næstum því 100% rafmagns á Íslandi er unnið úr endurnýjanlegri orku. Það gerir losunarhlutfall rafbílsins hér á landi margfalt lægra en annars staðar, því annars staðar þarf að notast við raforku sem var framleidd við mun verri aðstæður, til dæmis með kolum.

Tölurnar eru sláandi yfir það hve mörg grömm af koltvísýringi rafbíll losar á hverja framleidda kílówattstund miðað við rafbíla í öðrum löndum. Á meðan rafbíll á Íslandi losar 9,3g/CO2 eq/kWst losar meðalrafbíll innan Evrópusambandsins 276g/CO2 eq./kWst. Rafbíll sem keyrir aðeins á rafmagni unnu úr kolum losar 980g/CO2 eq./kWst.

Framleiðslan losar meira, en aksturinn losar miklum mun minna.
Framleiðslan losar meira, en aksturinn losar miklum mun minna. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Þetta þýðir að hér á landi eru rafbílarnir mun sneggri að vinna bug á forgjöfinni sem jarðefnaeldsneytisbílar hafa að upplagi. Raforkan hér er það umhverfisvæn að bílarnir eru á um einu og hálfu ári búnir að jafna út auknu losunina á framleiðslustiginu. Jafnvel ef um er að ræða stórar rafhlöður (85 kW) tekur það aðeins um 4-5 ár.

Meðal Íslendingur keyrir um 15.000 kílómetra á ári samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og það getur tekið rafbílsökumann um 18.000 kílómetra að jafna út losunina á framleiðslustiginu.

„Ef gert er ráð fyrir 200.000 km lífstíma fyrir rafbíl annars vegar og bensín- og díselbíla hins vegar (200.000 km var að meðaltali áætlaður líftími rafbílanna í þeim rannsóknum sem skoðaðar voru) má áætla að það að keyra rafbíl á Íslandi leiði til 75-80% minni losunar á gróðurhúsalofttegundum,“ segir í skýrslunni.

mbl.is

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...