Tvö börn lögð inn vegna E. coli

Á und­an­förn­um 2-3 vik­um hafa fjög­ur börn greinst á Íslandi …
Á und­an­förn­um 2-3 vik­um hafa fjög­ur börn greinst á Íslandi með al­var­lega sýk­ingu af völd­um e. coli bakt­eríu. Börn­in búa í Reykja­vík en smituðust lík­lega í upp­sveit­um Árnes­sýslu. mbl.is

Tvö börn hafa verið lögð inn á barnaspítala Hringsins vegna sýkingar af E. coli bakteríu. Börnin eru alvarlega veik og með nýrnabilun. Tvö börn til viðbótar hafa einnig smitast af e. coli bakteríu en ekki var talin þörf á að leggja þau inn en fylgst er með þeim af barnalæknum. 

Þetta kom fram í viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, í kvöldfréttum RÚV

Á und­an­förn­um 2-3 vik­um hafa fjög­ur börn greinst á Íslandi með al­var­lega sýk­ingu af völd­um E. coli bakt­eríu. Börn­in búa í Reykja­vík en smituðust lík­lega í upp­sveit­um Árnes­sýslu. Börnin eru á aldrinum fimm mánaða til sjö ára. 

Þórólfur sagði í samtali við RÚV að börnunum heilsist alveg þokkalega. Orsök smitsins eru ókunn en matvæli og drykkjarvatn er til rannsóknar.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Tvö barnanna eru systkini en hafa ekki umgengist hin börnin, en öll fjögur hafa verið á sömu stöðum. 

Ein­stak­ling­ar sem dval­ist hafa und­an­farn­ar 2–3 vik­ur í upp­sveit­um Árnes­sýslu (Blá­skóga­byggð) og veikj­ast með blóðugum niður­gangi eru hvatt­ir til að leita til lækn­is svo ganga megi úr skugga um hvort þeir hafi sýkst af of­an­greindri bakt­eríu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert