Í hópi merkra þjóðgarða

Herðubreiðarlindir. Friðlandið við Herðubreið er nú innan þjóðgarðs.
Herðubreiðarlindir. Friðlandið við Herðubreið er nú innan þjóðgarðs. mblis/Sigurður Bogi Sævarsson

Vatnajökulsþjóðgarður verður í hópi merkustu þjóðgarða heims, eins og til dæmis Yellowstone í Bandaríkjunum og Galapagos í Ekvador, ef umsókn íslenskra stjórnvalda um skráningu hans á heimsminjaskrá UNESCO verður samþykkt.

Greidd verða atkvæði um nýja minjastaði á ráðstefnu í dag. Miðað við þær undirtektir sem umsóknin hefur fengið er búist við að skráningin takist.

Heimsminjaráðstefnan er haldin í Bakú í Aserbaídsjan og eru fulltrúar þjóðgarðsins og tveggja ráðuneyta staddir þar.

Áhersla á jarðfræðina

Í tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs var lögð áhersla á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem talið er einstakt á heimsvísu. Hann fer því í flokk náttúrustaða. Verður þjóðgarðurinn þriðji heimsminjastaðurinn á Íslandi, fái umsóknin brautargengi. Surtsey er fyrir á skrá sem náttúrustaður vegna einstæðrar jarðfræði og Þingvellir sem menningarminjar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert