Viðræðum frestað um rúman mánuð

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Efling hefur skrifað undir endurskoðaða viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að viðræður verða teknar upp að nýju um miðjan ágúst og fyrirhugað er að klára kjarasamning fyrir 15. september.

Á vef Eflingar kemur fram að vegna þeirra tafa sem verið hafa á samningsgerð fái starfsmenn greidda innágreiðslu á kjarasamning þann 1. ágúst upp á 105.000 kr.

Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. júní 2019. Þá er einnig tekið fram að Efling hafi setið nokkra fundi með Reykjavíkurborg en enginn árangur hefur náðst í þeim viðræðum.

„Er það m.a. vegna þess að borgin neitar að ræða um raunstyttingu vinnutímans sem kemur mjög á óvart þar sem Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi tilraunaverkefnis um þannig styttingu, með mjög góðum árangri. Þessum árangri hefur borgin hampað á málþingum og fundum,“ segir á vef Eflingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert