Erfitt að bíða lengi í óvissu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra segir að það þurfi að einblína á þá sem eru í mestri neyð þegar farið er yfir umsóknir um alþjóðlega vernd. Fólk með alþjóðlega vernd í öðru landi geti ekki haft forgang.

„Þessar tillögur voru auðvitað ekki unnar á sólarhring heldur höfum við verið að vinna að þessu undanfarin misseri,“ sagði Þórdís Kolbrún á Sprengisandi í morgun um breytingarreglugerð á reglugerð nr. 540/2017 um útlendinga.

Með reglu­gerðinni er Útlend­inga­stofn­un heim­ilt, en ekki skylt, að taka upp mál barna sem hafa verið í kerf­inu í 10 mánuði eða leng­ur.

Þórdís sagði að það væri vont fyrir fólk að dvelja hér á landi í langan tíma í óvissu um hvort það fái að vera áfram eða ekki. „Þetta er atriði sem allir eru sammála um,“ sagði ráðherra. Hún sagði augljóst að styttri afgreiðslutími sé betri en langur og að það þurfi að vanda til verka.

Með því að stytta málsmeðferðartímann séu þeir sem hafi ekki alþjóðlega vernd annars staðar í forgangi. Fólk sem hafi alþjóðlega vernd í öðru landi fari til baka, sagði Þórdís og benti á að um níu þúsund börn í Grikklandi væru með alþjóðlega vernd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert