Kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, kveðst ekki sáttur við ákvörðun ...
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, kveðst ekki sáttur við ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar fari í umhverfismat. Bæjarráð hefur samþykkt að kæra ákvörðunina. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. „Við erum fyrst og fremst að horfa til þess að við erum með lögvarða hagsmuni þegar kemur að ferðaöryggi íbúa og viljum tryggja að framkvæmdinni verði hraðað,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness í samtali við mbl.is.

Skipulagsstofnun ákvað um miðjan júní að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes þyrfti að fara í umhverfismat, sem getur tafið framkvæmdina í heilt ár.

Sævar Freyr gagnrýnir að ný túlkun á lagatæknilegu atriði verði til þess að tafir verða á úrbótum á vegi sem dæmdur hefur verið hættulegur og segir stofnunina hafa ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni.

Hann segir bæjaryfirvöld á Akranesi hafa rýnt í ákvörðun Skipulagsstofnunar með lögmönnum sínum. „Við höfum komist að því að ákvörðunin sé byggð á mjög langsóttri lögskýringu og ekki sé lagaheimild fyrir ákvörðuninni.“

Kæran er á lokastigi úrvinnslu og verður henni skilað til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrir 15. júlí þegar kærufrestur rennur út, segir Sævar Freyr.

Ekki nýr vegur og lítil áhrif

„Hér er um að ræða eldri veg, ekki nýjan veg. Breikkun á vegi í tveir plús einn ásamt hliðarvegum og það er verið raska mjög litlu landi,“ segir bæjarstjórinn og bendir á að framkvæmdin liggur ekki um umhverfisverndarsvæði, ekki um svæði sem nýtur sérstakar verndar, ekki er brotið nýtt land vegna framkvæmdarinnar og að framkvæmdin hefur ekki áhrif á opin víðerni.

„Enginn umsagnaraðili Skipulagsstofnunar taldi að þetta gæfi tilefni til að fara í mat á umhverfisáhrifum,“ útskýrir Sævar Freyr. „Áður en að Skipulagsstofnun tók þessa ákvörðun sinnti hún ekki rannsóknarskyldu sinni og bar ekki þessi umkvörtunarefni undir Vegagerðina sem umsagnaraðila og gaf þeim ekki færi á því að svara þessum atriðum.“

Jafnframt segir hann ákvörðunina í verulegu ósamræmi við fyrri ákvarðanir stofnunarinnar og vísar til framkvæmda við Kjalveg, Grindavíkurveg og endurbætur á Þingvallavegi.

Lagaflækja hliðarvega

Sævar Freyr segir Skipulagsstofnun horfa til lagatæknilegs atriði í Evróputilskipun sem snýr að magni hliðarvega til þess að rökstyðja ákvörðunina um að framkvæmdin fari í umhverfismat. „Það er þetta atriði sem er mjög langsótt að mati okkar lögmanna og okkar. Þar af leiðandi er það mat okkar að ekki er lagaheimild fyrir ákvörðuninni og þess vegna viljum við fá hana ógilda.“

„Það vakir fyrir okkur að þessi vegur sem hefur að mati Vegagerðarinnar og sérfræðinga verið dæmdur hættulegur,“ segir hann og telur þann þátt eiga að ráða för í stað nýrrar túlkunar á löggjöfinni.

mbl.is

Innlent »

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

16:15 Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19. Meira »

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

16:08 Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu. Meira »

Met slegið hjá HB Granda

15:40 „Við vorum með alls rúmlega 1.500 tonna afla upp úr sjó í túrnum og þar af voru um 1.400 tonn í rússnesku landhelginni. Við kláruðum kvótann þar og eftir siglinguna heim til Íslands vorum við að veiðum djúpt úti af Vestfjörðum,“ segir Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE. Meira »

Fleiri EES-tilskipanir í bið en áður

15:36 Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segir að ef til vill hafi aldrei verið mikilvægara en nú að auka möguleika Íslands á að hafa áhrif á lagasetningu á fyrri stigum innan EES. Innleiðingarhallinn er 0,7%. Meira »

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

15:15 Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur. Meira »

Starfshópur skipaður en ekki dýralæknir

14:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hópurinn á að skila tillögum í október næstkomandi. Meira »

Tekjur af göngunum undir áætlun

14:03 Það sem af er sumri hafa tekjur af Vaðlaheiðargöngum verið um 35%-40% lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Búist var við því að 90% umferðarinnar myndi fara í gegnum göngin en það hlutfall er einungis um 70%, sem þýðir að þrír af hverjum tíu bílum kjósa frekar að fara Víkurskarðið. Meira »

Mislingasmit greinist í Reykjavík

13:50 Fullorðinn einstaklingur, sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu, greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum, en hann hafði verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Meira »

„Typpið er farið úr fjallinu“

13:35 Tveir vel mannaðir og vaskir hópar gengu fylktu liði upp á Helgafell í morgun áður en þeir skiptu sér upp og fóru að pússa mannakrot úr móberginu. Reðurtáknið tröllaukna er horfið á vit feðra sinna. Meira »

Hrækt og hvæst á múslimafjölskyldu

13:32 Þórunn Ólafsdóttir hringdi á lögreglu vegna árásar á múslima í Breiðholti í gærkvöldi og segir konu hafa veist að þeim, hrækt á og reynt að rífa í klæði þeirra. „Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi,“ segir Þórunn. Meira »

Dyngjufjallaleið lokuð vegna vatnavaxta

13:14 Dyngjufallaleið hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna vatnavaxta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

11:58 Sérfræðingur í öryggi barna segir tilefni til að vera „mjög á varðbergi“ gagnvart sumum öryggisbúnaði fyrir börn í sundlaugum. Álíka vesti og það sem sást í sláandi myndbandi frá Noregi eru til á Íslandi. Meira »

Nýjum smitum fari vonandi fækkandi

11:30 „Ég bind allavega enn vonir við að það hylli undir að þetta fari dvínandi,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, inntur um stöðu mála vegna e.coli-sýkingar sem greinst í nítján börnum hér á landi. Þá er uppi grunur um að bandarískt barn sé einnig smitað, en það var á sömu slóðum og þar sem nær öll börnin voru. Meira »

Leki í báti úti fyrir Hornströndum

11:08 Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann. Meira »

Kallaði fúkyrði að konunum þremur

10:55 Atvikið þar sem veist var að þremur múslimakonum í gærkvöldi átti sér stað fyrir utan Bónus-verslunina í Lóuhólum um kl. 18. Málið er rannsakað sem hatursglæpur í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...