11. sólríkasti júlí frá árinu 1910

Í sól og blíðu við Tungudalsvatn í Fljótum.
Í sól og blíðu við Tungudalsvatn í Fljótum. Ljósmynd/Sóley Ólafsdóttir

Sólskinsstundir í Reykjavík það sem af er júlímánuði eru 90 talsins, sem er 35 stundum meira en meðaltal. Þetta er 11. sólríkasti júlí frá árinu 1910. Þetta kemur fram á veðurbloggsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings, trj.blog.is.

Árið 1957 mældust flestar sólskinsstundir fyrstu 10 daga júlímánaðar, en það ár voru þær 131,4. Fæstar sólskinsstundir á þessu tímabili voru í júlí 1977 þegar þær voru 5,2.

Meðalhiti fyrstu tíu daga júlímánaðar er 11,6 stig sem er 1,3 stigum fyrir ofan meðaltal áranna 1961-1990 og 0,2 stigum meira en meðaltal síðustu tíu ára. Þessir tíu dagar eru þeir 8. hlýjustu á öldinni, hlýjast var þessa daga árið 2009, 13,4 stig en kaldast í fyrra, 9,1 stig.

Á Akureyri var meðalhiti þeirra tíu daga sem liðnir eru af mánuðinum 10 stig sem er 1,0 stigi fyrir neðan meðallag síðustu tíu ára.

Í bloggi sínu segir Trausti að úrkoma í Reykjavík hafi mælst 14,8 mm sem sé í meðallagi, en á Akureyri mældist hún 15 mm sem er umfram meðallag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »