Sveitirnar „hver annarri betri“

Góð stemning var á Eistnflugi í gær.
Góð stemning var á Eistnflugi í gær. Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson

„Þetta gengur vonum framar. Við erum í skýjunum með móttökurnar,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs sem hófst á miðvikudag og stendur fram á laugardaginn 13. júlí. Hátíðin er haldin í 15. skiptið í ár og að þessu sinni fara tónleikarnir fram í Egilsbúð. 

Á miðvikudag voru um 400 manns mætt og í gær var stöðugur straumur fólks á svæðið. Búist er við að um 750 manns verði á hátíðinni um helgina. „Að eigin mati eru þær hver annarri betri,“ segir hún spurð út í hljómsveitir hátíðarinnar. Úrvalið af hljómsveitum er breitt og eru þær íslensku af „öllum stærðum,“ að sögn Magnýjar auk þeirra íslensku stíga þrjár erlendar sveitir á stokk.  

Margar hljómsveitir stigu á stokk í gær.
Margar hljómsveitir stigu á stokk í gær. Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson
mbl.is