Símamótið sett með miklum glæsibrag

Á leið til setningar Símamótsins í Kópavogi.
Á leið til setningar Símamótsins í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmenni var við setningu Símamótsins í Kópavogi í gær og gengu þátttakendur fylktu liði undir merkjum síns liðs.

Þetta er í 35. sinn sem mótið er haldið, en þar etja kappi ungar knattspyrnukonur úr 5., 6. og 7. flokki.

Hafa því margar af okkar efnilegustu og bestu knattspyrnukonum stigið sín fyrstu skref á mótinu. Að þessu sinni munu um 2.300 manns úr 41 félagi taka þátt og er mótið því hið stærsta sem haldið er hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert