Von á hellidembum inn til landsins

Smá skúrir verða á víð og dreif um landið eftir …
Smá skúrir verða á víð og dreif um landið eftir hádegi og líkur á hellidembum inn til landsins þegar líður á daginn. mbl.is/Rax

Hægir vindar og þoka verður framan af morgni en rofar síðan til. Smá skúrir verða á víð og dreif um landið eftir hádegi og líkur á hellidembum inn til landsins þegar líður á daginn, einkum þó á Norðausturlandi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Í nótt nálgast dálítil úrkomusvæði sunnan úr hafi og þokast yfir landið, og má því búast við vætu víða um land á morgun, einkum sunnan og vestan til. Fremur hlýtt verður í veðri um helgina og getur hiti náð 20 stigum norðaustan til í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Sunnan og suðaustan átt 3-10 m/s og rigning með köflum, en bjartara yfir norðaustanlands. Hiti 15 til 22 stig, hlýjast norðaustantil. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta. Hiti 12 til 20 stig. 

Á fimmtudag og föstudag:
Áframhaldandi austlæg átt, skýjað með köflum, stöku síðdegisskúrir, en annars þurrt að kalla. Rigning eða súld suðaustan- og austanlands. Áfram hlýtt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert