„Við erum heppin með hópinn“

Landslið fyrir Heimsmeistarmót íslenska hestsins í Berlín 4. til 11. ...
Landslið fyrir Heimsmeistarmót íslenska hestsins í Berlín 4. til 11. ágúst. mbl.is/Hari

„Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst. 

Fjórir knapar urðu heimsmeistarar 2017, þeir hafa rétt til að verja sína titla á HM í Berlín og eiga því öruggt sæti í liðinu. Sjö knapar eru valdir í íþróttakeppni í flokki fullorðinna og fimm knapar í ungmennaflokki. Að auki verða sex hross frá Íslandi í kynbótasýningu á mótinu. 

Sigurbjörn segi ánægjulegt að Íslandsmeistari í fimmgangi, Olil Amble á hestinum Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum, hafi gefið kost á sér í liðið. Það styrki fimmgangsvænginn mikið.

Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur.
Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur. mbl.is/Hari

Hann segir einnig gleðilegt að allir þeir knapar sem voru valdir í stóran hóp landsliðsmanna fyrr í vetur skipa liðið í dag. „Það voru samt allir undir í valinu en útkoman var sú að allir í landsliðshópnum sjö í fullorðinsflokki og fimm ungmennaflokk voru valdir í endanlegan hóp. Styrkurinn lá þar,“ segir Sigurbjörn. 

Hrossin fara út til Berlínar 25. júlí og hluti liðsins með þeim. Restin af landsliðinu kemur skömmu seinna. Hestarnir koma ekki aftur til landsins.  

Olil Amble og Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum keppa fyrir hönd Íslands ...
Olil Amble og Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum keppa fyrir hönd Íslands í fimmgangi. mbl.is/Hari

Hér má sjá lista yfir fullskipað liðið og keppnisgreinar sem hver tekur þátt í. 

 Heimsmeistarar frá 2017

 • Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey keppa í fjórgangi og tölti
 • Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sproti frá Innri-Skeljabrekku keppa í fimmgangi, gæðingaskeiði og slaktaumatölti
 • Konráð Valur Sveinsson og Losti frá Ekru keppa í 100m skeiði,  gæðingaskeiði og 250m skeiði
 • Máni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
Árni Björn Pálsson verður með þrjú hross á Heimsmeistaramótinu í ...
Árni Björn Pálsson verður með þrjú hross á Heimsmeistaramótinu í Berlín. mbl.is/Hari

 Fullorðnir  

 • Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
 • Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
 • Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi keppa í 250m skeiði, gæðingaskeiði og 100m skeiði
 • Guðmundur Björgvinsson og Glúmur frá Þóroddsstöðum keppa í 100m skeiði og 250m skeiði
 • Jóhann Rúnar Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum keppa í tölti og fjórgangi
 • Olil Amble og Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum keppa í fimmgangi, tölti og gæðingaskeiði
 • Teitur Árnason og Dynfari frá Steinnesi keppa í gæðingaskeiði, 100m skeiði og 250m skeiði
Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði keppa í fjórgangi ...
Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði keppa í fjórgangi og slaktaumatölti mbl.is/Hari

 Ungmenni  

 • Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk keppa í tölti og fjórgangi
 • Benjamín Sandur Ingólfsson og Messa frá Káragerði keppa í gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m skeiði
 • Glódís Rún Sigurðardóttir og Trausti frá Þóroddsstöðum keppa í fimmgangi, gæðingaskeiði, slaktaumatölti og 100m skeiði
 • Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
 • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum keppa í fimmgangi og gæðingaskeið
Ungmennin sem keppa fyrir hönd Íslands.
Ungmennin sem keppa fyrir hönd Íslands. mbl.is/Hari

 Kynbótahross:

 • Elja frá Sauðholti 7v. og eldri, knapi Árni Björn Pálsson
 • Nói frá Stóra-Hofi 7v. og eldri, knapi Árni Björn Pálsson
 • Eyrún Ýr frá Hásæti 6v., knapi Eyrún Ýr Pálsdóttir
 • Spaði frá Barkarstöðum 6v., knapi Helga Una Björnsdóttir
 • Mjallhvít frá Þverholtum 5v., knapi Þórður Þorgeirsson
 • Hamur frá Hólabaki 5v., knapi Tryggvi Björnsson
mbl.is

Innlent »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðangar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...