Ný skilti ekki lækkað hraðann

Tvö slys á börn­um hafa orðið í um­ferðinni á Hring­braut …
Tvö slys á börn­um hafa orðið í um­ferðinni á Hring­braut á ár­inu. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%.

Nokkuð hefur verið um hraðamælingar á Hringbraut síðustu vikur, en fyrr í mánuðinum reyndust 26% ökumanna keyra yfir löglegum hámarkshraða, sem er 40 km/klst.

Borgarstjórn samþykkti í febrúar einróma að lækka hámarkshraða á Hringbraut milli Ánanausta og Sæmundargötu niður úr 50 í 40 km/klst. en það var gert í kjölfar tveggja slysa sem urðu er ökumenn keyrðu á börn.

Meðalhraði brotlegra ökumanna var 54 km/klst., en við sams konar mælingar í upphafi árs, þegar hámarkshraðinn var enn 50 km/klst., var brotahlutfallið 2-4%.

Virðast ökumenn því ekki hafa breytt aksturslagi þrátt fyrir ný skilti, en eins og þekkt er úr skipulagsfræðum haga ökumenn akstri frekar eftir götumynd en hámarkshraðaskiltum. Götubreytingar þarf til að lækka aksturshraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert