Skútan var dregin í land

Frá aðgerðum björgunarsveita í hádeginu í dag.
Frá aðgerðum björgunarsveita í hádeginu í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbáti.

Ákveðið var að skilja skútuna eftir þar sem það var byrjað að fjara út þegar björgunarbátar voru á staðnum um hádegisbil og var skútan þá fest með akkerum. Skútan losnaði svo af skerinu síðdegis og var dregin í land, sem áður segir.

mbl.is