Tveir fengu 121 milljón króna

Dani og Norðmaður voru heppnir í kvöld.
Dani og Norðmaður voru heppnir í kvöld.

Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld. Hins vegar voru tveir heppnir Norðurlandabúar með annan vinning og hlaut Dani og Norðmaður hvor um sig rúmlega 121 milljón króna.

Þrír heppnir fengu þriðja vinning og fengu rúmar 28 milljónir króna í sinn hlut. Þessir miðar voru keyptir í Hollandi, Danmörku og Þýskalandi. Einn miðaeigandi sem var í áskrift var með fjórar af fimm tölum réttar í jóker kvöldsins.  

mbl.is