Hamsturinn kominn heim

Hamstrinum hefur lögregla gefið nafnið „Hamstur Macgregor“.
Hamstrinum hefur lögregla gefið nafnið „Hamstur Macgregor“. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni.

Lögreglan greindi frá því að hamsturinn hefði lent í slagsmálum við köttinn í bakgarði heimahúss en eftir að kötturinn hafði betur bar hann hamsturinn í kjaftinum heim til sín og sýndi eiganda sínum hann.

Lögreglan auglýsti í kjölfarið eftir eiganda hamstursins sem nú er fundinn.

mbl.is