Valdið hverfur ekki með formannsleysi

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Flati strúktúrinn gengur á meðan allir sem taka þátt í litlum hópi eru á sömu blaðsíðunni um það hvernig hlutirnir eiga að vera,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is um það fyrirkomulag innan flokksins að vera án formanns.

Helgi Hrafn hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag með vísan til reynslunnar af því og sama gerði Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, fyrir síðustu helgi þar sem hún sagði að „flatur strúktúr“ ætti ekki að þýða að enginn strúktúr væri til staðar. Þetta fyrirkomulag hefði hins vegar leitt til ákveðinnar óreiðu innan flokksins þar sem endalaust hefði verið hægt að færa til mörk. Þetta hefði skapað jarðveg þar sem hinn frekasti réði. Þar vísaði hún til Birgittu Jóndóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata, sem fyrrverandi samherjar hennar í þingflokki flokksins hafa gagnrýnt harðlega að undanförnu.

Helgi segir markmiðið með „flata strúktúrnum“ gott og æskilegt en að það sé ekki endilega ósamrýmanlegt því að vera með formann. Valdið hyrfi ekki með því að vera ekki með formann. Það væri til staðar eftir sem áður. Hins vegar væri hægt að formbinda valdið og setja því skorður. Til dæmis að formaður hefði í raun engin völd og sæi ekki um stefnumótun. Hægt væri hins vegar til dæmis að leita til hans þegar upp kæmu vandamál.

Ekki vitað um vandamál fyrr en sýður upp úr

„Það eru enn ýmis vandamál sem þarf að leysa innan Pírata sem eru ekki endilega tengd þessu máli með Birgittu. Til dæmis að fjölmiðlar vita oft ekki hvern þeir eiga að tala við í flokknum. Ef það koma upp ágreiningsmál í honum þá er engin augljós boðleið til þess að fólk viti hvern það á að tala við og þá veit kannski enginn af vandamálum í einstökum félögum innan flokksins áður en allt er kannski komið í bál og brand.“

Þannig verði svo lítil meðvitund um vandamálin fyrr en þau eru orðin svo stór að þau eru komin út um allt, segir Helgi. „Það þarf að sjóða upp úr einhvers staðar til þess að tekið sé eftir því.“ Samstarfið í þingflokknum gangi sérstaklega vel núna og enginn í honum kæri sig um að taka að sér formannshlutverk. „En um leið og það breytist, og það breytist einhvern tímann, þá er svo mikilvægt að umboðið sé lýðræðislegt.“ Fyrir vikið telur Helgi að núverandi aðstæður séu góðar til þess að breyta fyrirkomulaginu.

Hugsanlegur formaður hafi þannig verið valinn lýðræðislega af Pírötum en ekki að einhver einfaldlega taki sér þau völd sem hann vildi eins og og hafi gerst með Birgittu. Það þurfi að vera einhver lýðræðisleg umgjörð og fyrirkomulag í þeim efnum. „Stóri misskilningurinn felst í því að með því að hafa ekki formannsembætti þá gufi valdið upp. Það sem gerist er að það verður til valdatómarúm, þetta er vel þekkt í sögunni, og þetta tómarúm er fyllt af þeim sem er sterkastur í að sanka að sér völdum,“ segir Helgi.

Formenn annars staðar innan flokksins

Formannsembætti þurfi einfaldlega að skilgreina vel. Bæði hvað varðar það sem formaður eigi að gera og það sem hann eigi ekki að gera. „Meðan þetta er óskilgreint og engin takmörk til staðar þá getur einhver bara tekið sér þessa stöðu og gert það sem honum sýnist, ber enga ábyrgð og þarf ekki að virða nein mörk vegna þess að þau hafa hvergi verið skilgreind.“ Formenn séu alls staðar annars staðar innan Pírata.

„Við erum með formenn í hverri einustu stofnun innan Pírata, hverju einasta aðildarfélagi nema í flokknum sjálfum. En samt er einhver ótti við að sá formaður gæti orðið einráður. En það þarf ekkert að vera þannig. Það er hægt að skilgreina formannsembættið þannig að formaður hafi hvorki stefnumótunarvald né dagskrárvald heldur hafi það hlutverk fyrst og fremst að vita hvað er í gangi og hvernig eigi að tengja fólk saman.“

Formannsembætti þurfi ekki að vera hefðbundið og geti vel verið óhefðbundið. „Það er alfarið okkar að ákveða með hvaða hætti þetta hlutverk virkaði. Valdið er þegar til staðar. Það er bara óskilgreint, óheflað og ekki lýðræðislega ákvarðað. Óttinn við formannsembætti felst í ótta við vald og sá ótti er alveg réttmætur. En það þýðir ekki að formannsleysi sé leiðin til þess að ná fram valddreifingu.“

Þannig segist Helgi ekki hafa gefið valddreifingu upp á bátinn heldur virki aðferðafræðin sem hafi verið notuð ekki að hans mati og geti haft þveröfug áhrif komist sterkur einstaklingur í þá aðstöðu að hrifsa til sín valdið án nokkurra marka og án lýðræðislegs umboðs. Þingflokkurinn starfi afar vel saman í dag en eftir næstu kosningar gæti hann verið samsettur á allt annað hátt. Í dag sé ekkert augljóst formannsefni og enginn sérstaklega að sækjast eftir því. „Þannig að núna er góður tími til að breyta þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...