Valdið hverfur ekki með formannsleysi

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Flati strúktúrinn gengur á meðan allir sem taka þátt í litlum hópi eru á sömu blaðsíðunni um það hvernig hlutirnir eiga að vera,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is um það fyrirkomulag innan flokksins að vera án formanns.

Helgi Hrafn hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag með vísan til reynslunnar af því og sama gerði Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, fyrir síðustu helgi þar sem hún sagði að „flatur strúktúr“ ætti ekki að þýða að enginn strúktúr væri til staðar. Þetta fyrirkomulag hefði hins vegar leitt til ákveðinnar óreiðu innan flokksins þar sem endalaust hefði verið hægt að færa til mörk. Þetta hefði skapað jarðveg þar sem hinn frekasti réði. Þar vísaði hún til Birgittu Jóndóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata, sem fyrrverandi samherjar hennar í þingflokki flokksins hafa gagnrýnt harðlega að undanförnu.

Helgi segir markmiðið með „flata strúktúrnum“ gott og æskilegt en að það sé ekki endilega ósamrýmanlegt því að vera með formann. Valdið hyrfi ekki með því að vera ekki með formann. Það væri til staðar eftir sem áður. Hins vegar væri hægt að formbinda valdið og setja því skorður. Til dæmis að formaður hefði í raun engin völd og sæi ekki um stefnumótun. Hægt væri hins vegar til dæmis að leita til hans þegar upp kæmu vandamál.

Ekki vitað um vandamál fyrr en sýður upp úr

„Það eru enn ýmis vandamál sem þarf að leysa innan Pírata sem eru ekki endilega tengd þessu máli með Birgittu. Til dæmis að fjölmiðlar vita oft ekki hvern þeir eiga að tala við í flokknum. Ef það koma upp ágreiningsmál í honum þá er engin augljós boðleið til þess að fólk viti hvern það á að tala við og þá veit kannski enginn af vandamálum í einstökum félögum innan flokksins áður en allt er kannski komið í bál og brand.“

Þannig verði svo lítil meðvitund um vandamálin fyrr en þau eru orðin svo stór að þau eru komin út um allt, segir Helgi. „Það þarf að sjóða upp úr einhvers staðar til þess að tekið sé eftir því.“ Samstarfið í þingflokknum gangi sérstaklega vel núna og enginn í honum kæri sig um að taka að sér formannshlutverk. „En um leið og það breytist, og það breytist einhvern tímann, þá er svo mikilvægt að umboðið sé lýðræðislegt.“ Fyrir vikið telur Helgi að núverandi aðstæður séu góðar til þess að breyta fyrirkomulaginu.

Hugsanlegur formaður hafi þannig verið valinn lýðræðislega af Pírötum en ekki að einhver einfaldlega taki sér þau völd sem hann vildi eins og og hafi gerst með Birgittu. Það þurfi að vera einhver lýðræðisleg umgjörð og fyrirkomulag í þeim efnum. „Stóri misskilningurinn felst í því að með því að hafa ekki formannsembætti þá gufi valdið upp. Það sem gerist er að það verður til valdatómarúm, þetta er vel þekkt í sögunni, og þetta tómarúm er fyllt af þeim sem er sterkastur í að sanka að sér völdum,“ segir Helgi.

Formenn annars staðar innan flokksins

Formannsembætti þurfi einfaldlega að skilgreina vel. Bæði hvað varðar það sem formaður eigi að gera og það sem hann eigi ekki að gera. „Meðan þetta er óskilgreint og engin takmörk til staðar þá getur einhver bara tekið sér þessa stöðu og gert það sem honum sýnist, ber enga ábyrgð og þarf ekki að virða nein mörk vegna þess að þau hafa hvergi verið skilgreind.“ Formenn séu alls staðar annars staðar innan Pírata.

„Við erum með formenn í hverri einustu stofnun innan Pírata, hverju einasta aðildarfélagi nema í flokknum sjálfum. En samt er einhver ótti við að sá formaður gæti orðið einráður. En það þarf ekkert að vera þannig. Það er hægt að skilgreina formannsembættið þannig að formaður hafi hvorki stefnumótunarvald né dagskrárvald heldur hafi það hlutverk fyrst og fremst að vita hvað er í gangi og hvernig eigi að tengja fólk saman.“

Formannsembætti þurfi ekki að vera hefðbundið og geti vel verið óhefðbundið. „Það er alfarið okkar að ákveða með hvaða hætti þetta hlutverk virkaði. Valdið er þegar til staðar. Það er bara óskilgreint, óheflað og ekki lýðræðislega ákvarðað. Óttinn við formannsembætti felst í ótta við vald og sá ótti er alveg réttmætur. En það þýðir ekki að formannsleysi sé leiðin til þess að ná fram valddreifingu.“

Þannig segist Helgi ekki hafa gefið valddreifingu upp á bátinn heldur virki aðferðafræðin sem hafi verið notuð ekki að hans mati og geti haft þveröfug áhrif komist sterkur einstaklingur í þá aðstöðu að hrifsa til sín valdið án nokkurra marka og án lýðræðislegs umboðs. Þingflokkurinn starfi afar vel saman í dag en eftir næstu kosningar gæti hann verið samsettur á allt annað hátt. Í dag sé ekkert augljóst formannsefni og enginn sérstaklega að sækjast eftir því. „Þannig að núna er góður tími til að breyta þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðangar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »

Innkaupalistar heyra sögunni til

08:18 Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár. Meira »

Engu barni á að líða svona

08:00 „Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir móðir drengs sem beðið hefur eftir greiningu í tvö ár. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...