„Ég vil Birgittu ekkert illt“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, beitti sér gegn því að ...
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, beitti sér gegn því að Birgitta Jónsdóttir tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það. En fyrir mér er þetta innanflokksmál og þó það sé auðvitað fjölmiðla að ákveða hvað eigi erindi við almenning þá var svo ekki frá mínum bæjardyrum séð.“

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is vegna félagsfundar hjá Pírötum í gær þar sem kosið var til trúnaðarráðs flokksins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sóttist eftir sæti í ráðinu en hlaut ekki kosningu. Fyrir kosninguna hélt Helgi Hrafn ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um reynslu sína af samstarfi við Birgittu og lagðist gegn kosningu hennar. Birgitta tók einnig til máls á fundinum og sagðist hafa upplifað ræðu Helga sem „ákveðið mannorðsmorð“, en upptaka frá fundinum fór á netið í kjölfar fundarins og hafa fjölmiðlar fjallað um hana.

Gæti verið frábær í öðrum störfum

Meðal þess sem Helgi Hrafn sagði í ræðu sinni var að Birgitta skapaði ósætti í stað þess að skapa sátt, væri algerlega ófeimin við það og stærði sig af því. Hún krefðist þess að aðrir leituðu álits hjá henni en leitaði ekki álits hjá öðrum og græfi undan samherjum sínum ef hún teldi sér standa ógn af þeim. Þá hótaði hún fólki ef hún fengi ekki það sem hún vildi. Sagðist Helgi hafa haft tvo kosti; segja frá reynslu sinni, vitandi að það gæti ratað í fjölmiðla, eða þegja í þeim efnum. Það síðarnefnda vildi hann hins vegar ekki gera.

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér þótti ekki mikilvægt að segja þetta við neinn nema þá sem eru í flokknum og tóku þátt í ákvörðun um það hvort Birgitta ætti að vera í þessari trúnaðarstöðu. Það var engin ástæða fyrir mig til að halda þessa ræðu fyrir neina aðra. Ég vil Birgittu ekkert illt, ég bara vil ekki að hún sé í trúnaðarstöðu fyrir flokkinn af þeim ástæðum sem ég nefndi í ræðunni minni. Hins vegar getur vel verið að hún sé alveg frábær í öðrum störfum. En ég myndi ekki vilja hafa hana í trúnaðarstörfum fyrir Pírata,“ segir hann ennfremur.

Helgi Hrafn segist þó ekki gera neina athugasemd við að upptaka af fundinum hafi verið sett á netið þótt hann hafi sjálfur ekki talið efni hans eiga erindi við aðra en flokksmenn. Hins vegar hafi hann gert sér fulla grein fyrir því allan tímann að einhver kynni að taka ræðu hans upp og dreifa henni enda fundurinn öllum opinn og allir velkomnir. Ræðuna hafi hann engu að síður flutt meðvitaður um það. Það hafi hins vegar ekki verið markmið hans og heldur ekki hans verk. En hann standi við hvert orð ræðunnar.

Hegðun í trúnaðarstörfum skiptir máli

„Ég ætla ekki að þegja yfir minni reynslu þegar einhver, sem ég hef unnið mikið með, sækist eftir trúnaðarstöðu. Fólk verður bara að vita það að hegðun þess í trúnaðarstörfum þegar það vinnur með mér skiptir máli ef það sækist eftir trúnaðarstörfum aftur. Ef fólk treystir sér ekki til þess þá getur það bara sleppt því. Þetta er bara sanngjarnt, svona virkar lýðræðið. Ef fólk býður sig fram þá býður það því heim að fólk sem hefur reynslu af störfum manns lýsi þeim og það er það sem ég gerði og stend við hvert orð.“

Birgitta hafi gefið það út í kjölfar fundarins að hún ætli ekki að svara fjölmiðlum og þess í stað einbeita sér að hugðarefnum sínum. „Mig langar að virða það. Mig langar að hún geti bara haldið áfram með líf sitt. Þessi upptaka fór ekki á kreik vegna þess að ég vildi það. Ég vil hins vegar að hún hafi sem flest tækifæri til þess að nýta krafta sína annars staðar. Mig langar ekkert að fjalla meira um það opinberlega. Nú er hún bara orðin óbreyttur borgari og mér finnst að hún eigi rétt á því frelsi sem því á að fylgja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum þann 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »

Möguleg málshöfðun gegn stjórnendum

06:06 Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW air skoða rétt sinn eftir fyrsta skiptafund WOW. Mögulegt er að látið verði reyna á ábyrgð stjórnenda. Meira »

Á yfir tvöföldum hámarkshraða

05:58 Lögreglan svipti tvo ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöldi en þeir óku báðir á meira en tvöföldum hámarkshraða innanbæjar. Meira »

Ofurölvi á reiðhjóli auk fleiri brota

05:50 Lögreglan handtók ölvaðan mann í Mosfellsbæ um miðnætti en maðurinn er grunaður um húsbrot, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, hótanir, að segja ekki til nafns auk fleiri brota. Meira »

Geta ekki leyft sér lúxus

05:30 Íslandspósti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi lögum að ákveða einhliða að hætta að gefa út frímerki. Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó á að nokkur óvissa ríki um það hvernig þessum málum verði háttað eftir að ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramót en þá fellur niður einkaréttur póstsins. Meira »

Vaxtalækkun til móts við samdrátt

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) telja að full ástæða sé fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að stíga annað skref í lækkun stýrivaxta við næstu vaxtaákvörðun, sem kynnt verður 28. ágúst. Meira »
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...