Eftir stendur að vextir hækka á alla

Verði frumvarpið að veruleika í óbreyttri mynd munu fastir vextir ...
Verði frumvarpið að veruleika í óbreyttri mynd munu fastir vextir víkja fyrir vöxtum sem háðir verða ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Hún er ansi sveiflukennd, eins og dæmin sanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vextir á verðtryggðum námslánum hefðu verið 4,5% fyrir áratug, ef fyrirhugað námslánakerfi, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram, hefði verið við lýði. Þess í stað voru vextirnir 1%. Á þetta er bent í umsögn stúdentaráðs um frumvarpið, sem send var mbl.is.

Verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd verður föstum 1% verðtryggðum vöxtum, sem tíðkast hafa um árabil, skipt út fyrir breytilega vexti, sem samkvæmt frumvarpinu munu taka mið af vöxtum tiltekinna ríkisskuldabréfa, að viðbættu álagi til að mæta afföllum. Miðað við núverandi forsendur yrðu verðtryggðir vextirnir um 1,5% (en þar er miðað við að ávöxtunarkrafa viðeigandi ríkisskuldabréfs sé nú 0,8%, og álagið sem kveðið er á um í greinargerð á bilinu 0,6-0,8%). Þessari vaxtahækkun þurfa stúdentar að kyngja til að eiga möguleika á 30% niðurfellingu námslána við námslok, líkt og lagt er upp með í frumvarpinu.

Varasamt að setja ekkert þak

Í samtali við mbl.is segir Marinó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi stúdenta, að miðað við núverandi vaxtaskilyrði ætti hið nýja frumvarp að koma stórum hluta námsmanna til góða. Þrjátíu prósenta niðurfellingin við námslok geti vegið þyngra en vaxtahækkunin. Þar geti þó brugðið til beggja vona, líkt og áður hefur verið komið inn á, því þegar harðnar í ári og vaxtakjör ríkisins rjúka upp komi vextir á námslánum til með að gera það líka.

Líkt og fram kemur í umsögn stúdentaráðs hafa vaxtakjör ríkisins aldrei verið jafngóð og nú. Því sé raunhæft að gera ráð fyrir að vaxtastig námslána, miðað við nýtt frumvarp, væri í lægstu lægðum um þessar mundir en gæti hækkað til muna þegar kreppir að og vaxtakjör íslenska ríkisins versna. 

Óásættanlegt sé að vextir geti hækkað og lækkað jafnófyrirsjáanlega og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa gerir. Verði kerfið innleitt gæti farið svo að fólk hagi námsvali sínu eftir vaxtakjörum ríkisins og veigri sér við að fara í nám þar til vextir lækka, að því er segir í umsögninni.

Í núverandi lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna er þess getið að verðtryggðir vextir skuli aldrei vera hærri en 3%, en þeir hafa sem fyrr segir verið 1% frá árinu 1992. Telur stúdentaráð að hag stúdenta sé best borgið með því að orðalag greinarinnar sé látið standa óbreytt. „Ef sú staða kæmi upp síðar að hækka þyrfti hámarksvexti námslána ætti slík pólitísk ákvörðun heima á Alþingi en ekki hjá stjórn sjóðsins.“

Nafnabreyting dugir ekki til

Í frumvarpsdrögum ráðherra er lagt til að nafni Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði breytt í Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Þykir einhverjum það þunnur þrettándi. Í umsögn stúdentaráðs segir að nafnabreyting ein og sér dugi ekki til að gera sjóðinn að stuðningssjóði, þótt hún kunni að gera hann meira aðlaðandi að almenningsáliti.

Eftir standi að hækka eigi vexti á alla námsmenn, og þá sé ljóst að kröfur um námsframvindu verði til þess að ekki standist allir lántakendur þau skilyrði sem gerð eru til að fá 30% höfuðstóls niðurfelld.

Stúdentaráð setur spurningarmerki við framsetningu frumvarpsins um að verið sé að auka stuðning til stúdenta. Öllu heldur miði frumvarpið að því að jafna dreifingu þess styrks sem sjóðurinn telur sig þegar veita stúdentum í gildandi kerfi.

Marinó Örn Ólafsson, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN.
Marinó Örn Ólafsson, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Íslendingur með 3. vinning í Víkingalottó

18:41 Heppinn Íslendingur hlaut 3. vinning í Víkingalottó í kvöld og fékk rúmlega 1,2 milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann í Bjarnarbúð í Biskupstungum. Meira »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »

Fleiri kynferðisbrot tilkynnt

15:52 Í júlímánuði voru skráð 725 hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þau svipuð að fjölda og í júní. Brotin voru hinsvegar 3% færri en miðað við sex mánaða meðaltal og 5% fleiri miðað við tólf mánaða meðaltal, að því er fram kemur í afbrotatölfræði embættisins. Meira »

„Mín kona bara sátt“

15:33 „Ég held að árangurinn hafi verið góður og mín kona bara sátt, sátt við að fá íbúðina sem hún átti að fá fyrir löngu síðan,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður 87 ára gamallar konu sem hefur samið við FEB um afhendingu íbúðar sinnar í Árskógum í Mjóddinni. Meira »

Ragnar hlýtur Ars Fennica-verðlaunin

15:32 Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlaut í dag hin virtu Ars Fennica-verðlaun við hátíðlega athöfn í safninu Amos Rex í Helsinki. Meira »

Starri nýr formaður Ungra Evrópusinna

15:01 Formannsskipti urðu nýverið hjá Ungum Evrópusinnum þegar Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir steig til hliðar og Starri Reynisson tók við. Meira »

Ásteytingarsteinninn kominn í farveg

14:52 Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Sambands íslenskra komu til saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS segir hægt hafi verið að byrja að ræða málin, nú þegar stóra deilumálið á milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna, jöfnun lífeyrisréttinda, er komið í hendur Félagsdóms. Meira »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðingar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...