Ásgeir fái að sýna hvað í honum býr

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/ASÍ

„Það á náttúrulega bara eftir að koma í ljós, hann verður að fá möguleika til þess að sýna hvað í honum býr,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er mbl.is leitar viðbragða við að Ásgeir Jónsson hafi verið skipaður seðlabankastjóri.

„Það eru ákveðnar áhyggjur sem fylgja því að hann til dæmis hafi farið sömu leið og aðrir seðlabankastjórar og varað við of miklum launahækkunum. Almennt séð vil ég að seðlabankastjórar hugsi um efnahagsmálin í stærra samhengi með hag allra íbúa í huga,“ segir Drífa sem ítrekar að hún vilji að „fólk fái tækifæri til þess að sýna hvað í því býr.“

Spurð hvort vonir séu um að haldið verði áfram að lækka vexti Seðlabankans, svarar Drífa því játandi. „Af sjálfsögðu og held ég að það sé ekki háð einhverjum ákveðnum seðlabankastjórum, sú leið hefur verið mörkuð og hefur ekki verið gagnrýnd.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert