Fjöldi nýrra hótela að koma í notkun

Room with a view. Nýja hótelbyggingin við Vegamótastíg í miðborginni.
Room with a view. Nýja hótelbyggingin við Vegamótastíg í miðborginni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Um 520 herbergi bætast við hótelmarkaðinn í Reykjavík frá júní til áramóta. Þá bætist við að minnsta kosti 51 hótelíbúð á tímabilinu. Þetta kemur fram í samantekt í Morgunblaðinu í dag. Staðan var könnuð hjá fimm nýjum hótelum en í tveimur tilvikum er verið að fjölga herbergjum á núverandi hótelum.

Þá er áformað að opna 150 herbergja Marriott-hótel við Leifsstöð í haust. Alls eru þetta 670 herbergi. Verkefnin voru hafin þegar tvísýnt varð um WOW air. Eina breytingin er að ekki verður af samnýtingu tveggja húsa í Skipholti undir hótel. Að öðru leyti virðast áformin vera óbreytt í meginatriðum.

Miðað við að hvert hótelherbergi í miðborginni kosti 25 milljónir í byggingu hleypur fjárfestingin á 12-13 milljörðum. Við það bætist kostnaður við yfir 50 nýjar hótelíbúðir.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu í maí úr 58% í 56% milli ára en framboðið jókst um 13%, úr 9.200 herbergjum í 10.500 herbergi.

Sama staða í Kaupmannahöfn

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist vænta þess að eftirspurnin aukist í kjölfar aukins framboðs á hótelherbergjum. Þar til jafnvægi næst geti aukin samkeppni leitt af sér hagstæðara verð á gistingu. Til dæmis sé svipuð staða nú fyrirséð í ferðaþjónustu í Kaupmannahöfn. Flugframboð muni hafa mikil áhrif á hversu langt þetta tímabil verður á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert