Kríuungar margir orðnir fleygir

Kríuungar dafna best á sílum og sjávarfangi.
Kríuungar dafna best á sílum og sjávarfangi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Allt bendir til þess að kríuvarp á Gróttu og Seltjarnarnesi hafi gengið vel þetta sumarið. Þetta segir Elísa Skúladóttir líffræðingur sem hefur staðið að rannsókn kríuvarps á svæðinu í sumar ásamt líffræðingunum dr. Freydísi Vigfúsdóttur og Sigurlaugu Sigurðardóttur.

Í Morgunblaðinu í dag segir Elísa að margir þeir ungar sem hafi verið vaktaðir frá klaki séu þegar orðnir fleygir.

„Það koma undan varpinu fleygir ungar og margir flottir líka og stálpaðir sem eru alveg að fara að reyna sig við flugið,“ segir Elísa. Hún segir að flestum kríunum hafi tekist vel að fæða unga sína og mælingar sýni að þær gefi þeim síli frekar en annað næringarsnauðara fæði eins og flugur og kóngulær. Segir hún að kríum hafi fjölgað í Gróttu á síðustu tveimur árum miðað við tölur úr skýrslu frá 2017. Hún bendir þó á að enn eigi eftir að vinna úr niðurstöðum rannsóknarinnar en kveðst bjartsýn á jákvæðar niðurstöður. rosa@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert