Fjórföldun erlendra íbúa frá árinu 2011

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir frekari uppsagnir á flugvellinum geta haft áhrif …
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir frekari uppsagnir á flugvellinum geta haft áhrif á mannfjöldann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjanesbæ er nú um 26% og hefur aldrei verið svo hátt. Íbúar Reykjanesbæjar eru nú um 19.300 og eru hátt í 5.000 þeirra af erlendu bergi brotnir.

Til samanburðar voru þeir um 1.250 árið 2011, eða 9% íbúa, og hefur fjöldinn því fjórfaldast á átta árum. Samanlagt búa nú tæplega 28 þúsund manns á Suðurnesjum, eða álíka fjöldi og í Hafnarfirði. Aðflutningur fólks af höfuðborgarsvæðinu á þátt í íbúafjölguninni.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir hafa hægt á aðflutningi erlendra ríkisborgara á síðustu mánuðum.

„Það hefur verið gríðarleg fólksfjölgun hjá okkur og umfram það sem gengur og gerist og eðlilegt getur talist, ef svo má að orði komast. Við finnum fyrir því á þessu ári að það hefur aðeins hægt á fjölguninni sem er hið besta mál. Við erum alsæl með það og þurfum í rauninni andrými til þess að ná utan um stöðuna; við erum búin að elta svolítið skottið á sjálfum okkur í þessu efni undanfarin misseri. Við myndum því ekki gráta það þótt það hægði verulega á þessari fólksfjölgun en um leið eru auðvitað allir velkomnir til sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »