Hálfnaður á 11.000 km leið yfir Atlantshafið

Ítalski ofurhuginn og skipstjórinn Sergio Davi kom til hafnar í Snarfarahöfn í morgun en hann er leið frá Palermo á Ítalíu til New York í Bandaríkjunum á svokölluðum rib-bát. Alls er ferðalagið um 11 þúsund kílómetra langt en hann lagði af stað 21. júní.   

mbl.is heilsaði upp á Davi þar sem hann var að binda bátinn við bryggjuna í góða veðrinu í morgun. Einn erfiðasti leggur ferðalagsins er nú að baki þar sem Davi var búinn að vaka í nærfellt 24 klukkustundir á siglingu frá Þórshöfn í Færeyjum.

Nú er kuldinn farinn að verða meiri og aðstæður varasamari sögn Davi en rætt er stuttlega við hann í myndskeiðinu.

Hægt er að fylgjast með leiðangrinum hér.

mbl.is
Loka