Þjóðhátíð sett í Herjólfsdal

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi spjalla …
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi spjalla við tjaldgesti. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þjóðhátíð var sett í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum áðan. Viðstatt var fólk af öllum sviðum þjóðlífsins, eins og sjá má á myndum. Kór Landakirkju tók lagið og Þórlindur Kjartansson flutti hátíðarræðu.

Þórlindur Kjartansson flutti hátíðarræðu á setningunni.
Þórlindur Kjartansson flutti hátíðarræðu á setningunni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bjargsigið var á sínum stað. Það var Bjartur Týr Ólafsson sem lék listir sínar og menn fylgdust andaktugir með. Jói Pé og Króli tóku lagið fyrir krakkana á litla pallinum og Latibær kíkti í heimsókn.

Kvöldvakan hefst í kvöld klukkan níu og þar verður þjóðhátíðarlagið frumflutt af Bjartmari Guðlaugssyni. Að auki stígur fjöldi listamanna á svið.

Verið er að flytja þúsundir manna til Vestmannaeyja með Herjólfi í dag og fleiri eru væntanlegir næstu daga. Þegar er mikið stuð og stemning í hvítu tjöldunum. 

Kór Landakirkju setti Þjóðhátíð.
Kór Landakirkju setti Þjóðhátíð. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
JóiPé og Króli tóku lagið.
JóiPé og Króli tóku lagið. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Bjartur Týr Ólafsson lét sig síga af mikilli list.
Bjartur Týr Ólafsson lét sig síga af mikilli list. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Helgi Bernódusson Eyjamaður, skrifstofustjóri Alþingis, er á Þjóðhátíð í ár.
Helgi Bernódusson Eyjamaður, skrifstofustjóri Alþingis, er á Þjóðhátíð í ár. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert