Tveir með fimm rétta í jókernum

Fimmfaldur lottóvinn­ing­ur kvölds­ins, rúm­ar 55 millj­ón­ir, gekk ekki út og verður pott­ur­inn því sexfald­ur næst.

Fimm voru hins vegar með fjór­ar töl­ur rétt­ar og fá þeir hver rúmar 114.000 kr. í sinn hlut. Tveir vinningshafanna voru með miðana í áskrift, einni miði var keypt­ur í Lottó appinu, annar hjá N1 við Tryggvabraut á Akureyri og sá þriðji hjá Kvikk á Akranesi.

Tveir voru þá með fimm réttar tölur í réttri röð í jókernum og fá þeir hvor tvær milljón krónur í sinn hlut. Átta voru svo með fjór­ar rétt­ar töl­ur í réttri röð og hlýt­ur hver þeirra 100 þúsund krón­ur. Voru þrír miðahaf­anna í áskrift, einn miði var keyptur í Hagkaupum Skeifunni, annar í Hamraborg á Ísafirði, sá þriðji í Ak-inn á Hörgárbraut á Akureyri, sá fjórði í Hagkaupum á Akureyri og sá fimmti í Kúlunni á Réttarholtsvegi í Reykjavík.

Töl­ur kvölds­ins voru: 1 16 23 25 27

Bón­ustal­an var: 15

Jóker­töl­urn­ar voru: 9 2 7 3 3

mbl.is