Mótið sett með hópreið í gegnum Berlín

Heimsmeistaramóts íslenska hestsins var sett með formlegri setningaathöfn í Berlín …
Heimsmeistaramóts íslenska hestsins var sett með formlegri setningaathöfn í Berlín í dag. Ljósmynd/Aðsend

Setningarathöfn Heimsmeistaramóts íslenska hestsins 2019 í Berlín fór fram í dag og þar með er mótið formlega hafið. Liðin gengu inn á keppnisvöllinn hvert af öðru og stilltu sér upp í miðju vallarins. Hópreið fór einnig í gegnum borgina allt frá Brandenborgarhliðinu og inn á keppnissvæðið í Karlshorst.

Kristinn Skúlason, hjá Landsambandi hestamanna, sagði í samtali við mbl.is, stemningu vera góða í hópnum og æfingar dagsins hafa gengið vel. „Við fengum æfingatíma eftir setningaatöfnina og hún gekk vel,“ sagði hann.

Um helgina hafa verið skipulagðir æfingatímar á keppnisvöllum og á morgun hefjast byggingdómar kynbótahrossa. Alls eru sex kynbótahross frá Íslandi, þrjár hryssur og þrír stóðhestar, sem fara öll í byggingadóm á morgun.

Íþróttakeppni heimsmeistaramótsins hefst svo á þriðjudagsmorgun.

Liðin gengu inn á keppnisvöllinn hvert af öðru og stilltu …
Liðin gengu inn á keppnisvöllinn hvert af öðru og stilltu sér upp í miðju vallarins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert