Íslendingarnir stóðu sig vel í fyrstu æfingu dagsins

Keppendur gera sig klára fyrir fyrstu æfingu dagsins.
Keppendur gera sig klára fyrir fyrstu æfingu dagsins. Twitter/CrossFit Games 2019

Síðasti keppnisdagur heimsmeistaramótsins í crossfit sem haldið er í Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum er hafinn og verður æsispennandi. Björgvin Karl er í 3. sæti fyrir æfingar dagsins, Katrín Tanja í 5. sæti og Þuríður Erla í 9. sæti.

Fyrsta æfing dagsins ber nafnið „Swim Paddle“ og virkar þannig að keppendur synda einn kílómeter með frjálsri aðferð og að sundinu loknu þurfa þeir að ýta sér áfram að bretti einn kílómeter. Keppendur hafa 50 mínútur til að ljúka æfingunni.

Karlar og konur synda saman og reiknað er með því að sundið taki um 15 mínútur. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á vefsvæði leikanna.

Björgvin Karl Guðmundsson kláraði fyrstu æfingu dagsins á fjórða besta tímanum og er því í nokkuð góðum málum fyrir síðustu æfingarnar.

Katrín Tanja kláraði á áttunda besta tímanum og Þuríður Erla fylgdi fast á eftir og kom inn í níunda sæti.

Nú er þess beðið að önnur æfings dagsins verði tilkynnt.

Íslendingar standa vel að vígi í aldursflokkum þar sem Sigurður Hjörtur Þrastarson er í 3. sæti í flokki 35 til 39 ára og Stefán Einar Helgason í 5. sæti í sama flokki.

Hilmar Harðarson er í 1. sæti í flokki 60 ára og eldri.

Þá er Brynjar Ari Magnússon í 1. sæti í flokki 14 til 15 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert