Alvarlegt umferðarslys við Rauðhóla

Tveir bílar lentu saman á Suðurlandsvegi til móts við Rauðhóla …
Tveir bílar lentu saman á Suðurlandsvegi til móts við Rauðhóla í hádeginu. mbl.is

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi til móts við Rauðhóla í hádeginu. Þrír eru slasaðir, þar af einn með alvarlega áverka, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veginum var lokað í rúman klukkutíma á meðan rannsókn lögreglu á slysstað stóð yfir.

Búið er að hleypa umferð á veginn að nýju. Lögregla biður ökumenn um að sýna þolinmæði.

Lögregla, tækjabíll slökkviliðs og sjúkrabílar komu á vettvang í hádeginu. Samkvæmt blaðamanni mbl.is á staðnum lentu tveir bílar saman og virðist áreksturinn hafa verið harður.

Suðurlandsvegi var lokað við Rauðhóla í rúma klukkustund vegna slyssins, en slysstaður er rétt utan við Norðlingaholt.

Mikil umferðarteppa myndaðist á veginum yfir Hólmsheiði, að sögn blaðamanns Morgunblaðsins sem þar er staddur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
mbl.is