Mega flytja inn tuttugu milljón ránmítla

Brasilískur risamaur.
Brasilískur risamaur. Ljósmynd/Wikipedia.org

Umhverfisstofnun hefur heimilað innflutning á risamaurum frá Brasilíu til að sýna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og heimilaði enn fremur innflutning á allt að tuttugu milljón ránmítlum á ári til tíu ára.

Eru mítlarnir ætlaðir til sölu sem lífrænar varnir í gróðurhúsum og garðplöntustöðvum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Stofnunin synjaði hins vegar umsóknaraðila um leyfi til innflutnings á milljón smáostrum frá norðurströnd Spánar, þær áttu að fara í áframræktun í Skjálfandaflóa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert