Friðlýsing vekur spurningar

Dettifoss.
Dettifoss. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er stór munur á því hvort allt vatnasvið stórfljóts er friðlýst eða einstaka virkjunarkostir, enda geta þeir í sumum tilvikum fallið vel að náttúrunni,“ segir Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Friðlýsing á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði síðastliðinn laugardag, vekur spurningar, segir Vilhjámur sem situr í nefnd sem undirbýr stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Stefið í rammaáætlun þeirri sem fyrir liggur er að ákveðnir virkjunarkostir eru á grænu ljósi, sumir í biðflokki en aðrir útilokaðir vegna sjónarmiða um náttúruvernd.

„Rammaáætlun og áform um miðhálendisþjóðgarð þarf að ræða í samhengi. Ramminn var tilraun til málamiðlunar í virkjunarmálum og því verður líka að halda til haga að orkunýting og náttúruvernd geta farið vel saman,“ segir Vilhjálmur sem finnst friðlýsing á Jökulsá á Fjöllum nú vera gott mál, enda nái hún til svæða sem hafi mikið náttúruverndargildi, svo sem Dettifoss. Menn megi hins vegar ekki fara fram úr sjálfum sér, heldur þurfi að meta hvern einn kost, að því er fram kemur í Morgunblaðinun í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »