Trölli komið fyrir í Elliðaárdal

Búið er að koma myndarlegu trölli fyrir í Elliðaárdalnum skammt frá Búrfossi sem er vinsælt útivistarsvæði á heitum sumardögum. Hægt er að ganga inn í höfuð tröllsins og hefur yngsta kynslóðin nýtt sér aðstöðuna til fataskipta eftir að hafa dýft sér í ána.

Verkið nefnist Galop náttúrunnar og er hugarfóstur þeirra Fríðu Katrínar Bessadóttur, Bergs Ara Sveinssonar og Arngríms Guðmundssonar. Er það unnið í samvinnu við Torg í biðstöðuverkefni Reykjavíkurborgar.

mbl.is