Andlát: Einar Grétar Sveinbjörnsson

Einar Grétar Sveinbjörnsson.
Einar Grétar Sveinbjörnsson.

Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðluleikari lést í Trelleborg í Svíþjóð 6. ágúst síðastliðinn, 82 ára. Hann fæddist í Reykjavík 22. desember 1936.

Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Einarsson (1895-1966), útgerðarmaður frá Sandgerði, af Járngerðarstaðaætt, og Guðmunda Júlía Jónsdóttir (1902-1972) frá Eyrarbakka, af Bergsætt.

Einar lauk einleiksprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1955 og Diploma frá The Curtis Institute of Music í Filadelfíu í Bandaríkjunum 1959. Hann var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1959-64; konsertmeistari í Malmö Symfoniorkester 1964-1990; konsertmeistari við Kungliga Hovkapellet í Stokkhólmi 1988-2000. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1961-64, var lektor við Musikhögskolan í Stokkhólmi í Malmö 1964-1992 og kennari og prófdómari við Musikhögskolan í Stokkhólmi og Musikaliska Akademien frá 1988. Hann hlaut heiðurslaun Sænsku tónlistarakademíunnar. Einar kom fram sem einleikari á Norðurlöndunum, Englandi, Írlandi, Þýskalandi og Kanada. Þá lék hann inn á fjöldann allan af hljómplötum og geisladiskum.

Einar kvæntist Hjördísi Vilhjálmsdóttur (1936-1985) íþróttakennara. Börn þeirra: Auður, f. 1958, Margrét, f. 1959, Sveinbjörn, f. 1961, og Jón Ingi, f. 1969.

Einar kvæntist Manúelu Wiesler (1955-2006) flautuleikara en þau skildu. Börn þeirra: María Lind, f. 1986, og David Berg, f. 1987.

Einar bjó um hríð með Ingrid Léonie Ribbing sjúkraþjálfara, f. 1947 í Stokkhólmi. Síðasta áratuginn átti Einar heima í Trelleborg, eigi langt frá börnum sínum.

Útför Einars Grétars verður gerð hinn 6. september nk. frá Bara-kirkju í Svíþjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »