„Leiðinlega hvasst“ sumstaðar í dag

Það verður nokkuð ákveðin norðanátt á landinu í dag, hvassast …
Það verður nokkuð ákveðin norðanátt á landinu í dag, hvassast undir Vatnajökli þegar líður á daginn. Svona er spáin kl. 17. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður „leiðinlega hvasst“ sumstaðar á landinu í dag, samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Suðausturlandi, Austfjörðum, Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð.

Búist er við því að annað slagið verði vindhviður allt að 25-30 m/sek á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þá verður hvasst sunnan og austan undir Vatnajökli í dag.

Vindhviður í Suðursveit geta orðið allt að 35 m/sek og munu blása þvert á veg, einkum frá miðjum degi og fram á nótt. Það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með veðurspám.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert