Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

Götubitahátíð var haldin á Miðbakkanum 19.-21. júlí á vegum Reykjavík …
Götubitahátíð var haldin á Miðbakkanum 19.-21. júlí á vegum Reykjavík Street Food. Sú naut slíkra vinsælda að leikurinn verður endurtekinn á Menningarnótt. mbl.is/​Hari

Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. 

„Vegna fjölda áskorana og áhuga sem okkur hjá Reykjavik Street Food var sýndur eftir Götubitahátíðina á Miðbakkanum í júlí þá ætlum við að endurtaka leikinn á Menningarnótt og setjum upp annan frábæran viðburð á Miðbakkanum, Götubitinn á Menningarnótt,“ segir í tilkynningu frá Róberti Magnússyni, Robba Kronik, um viðburðinn. Hann er einn þeirra sem sér um þetta.

Á Götubitanum á Menningarnótt koma saman yfir 20 mismunandi matarsöluaðilar í vögnum og gámum ásamt tveim börum. Á svæðinu verða nýir aðilar sem ekki voru síðast. Það verður opið 11.30-23.30 á markaðnum og einhverjir matarvagnar verða opnir til 4.30 fyrir aðila næturlífsins. 

Þessir verða á staðnum: Tacoson, Bitabíllinn, Fish & Chips Wagon, Vöffluvagninn, Murcia, Lobster Hut, Prikið, Fish and Chips-vagninn, Reykjavik Chips, Gastro Truck, Taco-vagninn, Flatbakan, Tasty, Senis´s, JÖMM, Magellan Filipino, Lamb Street Food, Makake, Brass Street Food, KORE, Kjötlandsliðið, Gullvagninn, Viking brugghús.

Sigurvegarar Götubitahátíðarinnar í júlí verða á staðnum en þeir eru þessir: Fish and Chips-vagninn (besti götubitinn), Jömm (götubiti fólksins), KORE (götubiti fólksins, 2. sæti, besti götubitinn, 2. sæti) og Taco-vagninn (besti grænmetisgötubitinn).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert