Dr. Gunni hesthúsar pylsu í foreftirrétt

Strákarnir eru í sumarfríi og létu sig ekki vanta á ...
Strákarnir eru í sumarfríi og létu sig ekki vanta á Götubitahátíðina á Miðbakka í dag, þó þeir hafi vissulega ratað þangað af tilviljun. mbl.is/​Hari

„Við vorum í sundi og þurftum að fá okkur eitthvað að éta,“ segir Dr. Gunni, sem er á myndinni nýsestur með pylsu í góðum félagsskap vinar síns Péturs Magnússonar. Þeir eru í sumarfríi og sáu sér þann kost vænstan í hádeginu í dag að nærast, eða byrja að nærast, á nýopnuðum matarmarkaði við Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn.

Pylsan var þó ekki látin duga, síður en svo. Áður en blaðamaður blandaði sér í málið höfðu félagarnir þegar fengið sér tvö lítil taco á mann. Þau dugðu alls ekki. 

Pétur: „Þetta var ekki upp í nös á ketti.“

Pétur áfram, eftir andartaks umhugsun: „Þetta var ekki upp í rassgatið á flugu.“

Hneisa, sammæltust félagarnir um, og úr varð að Gunni fékk sér umrædda pylsu. „Sem var ekki einu sinni nógu heit!“ sagði hann. Á meðan lét Pétur taco-in nægja, innan þeirra marka sem það rúmaðist.

Að étnum tveimur taco-um og einni pylsu hefði maður ætlað að doktorinn væri mettur. „Nei, nú er það Vesturbæjarís. Ég verð að bæta upp fyrir taco-in!“ sagði hann og iðaði af tilhlökkun að keyra vestur í bæ og halda áfram bíltúrnum. Þannig var pylsan foreftirréttur, því það var ís í eiginlegan eftirrétt.

Félagarnir voru hvað sem ofangreindri atburðarás líður á einu máli um að matarmarkaðurinn nýi væri hin besta viðbót við miðbæinn. „Þetta er frábær tilraun. Og það er mikið hugrekki að fara af stað með svona. Þetta hrynur ef það er ekki gott veður,“ sagði Pétur. En auðvitað verður gott veður.

Mannlíf á Miðbakka

Matarmarkaðurinn opnaði í dag og fleiri góðir gestir mættu á staðinn. Hann verður opinn yfir helgina og margvísleg dagskrá fer fram, svo sem keppni um besta götubitann. Hún er haldin á morgun. Hver getur fundið eitthvað við sitt hæfi á þessari Götubitahátíð. 

Susan og Rose eru svissneskar og hafa verið í 10 ...
Susan og Rose eru svissneskar og hafa verið í 10 daga á landinu. Þær kváðust meðvitaðar um að fiskur og franskar sem tvíeyki væru ekki séríslenskt fyrirbrigði en sögðu ekki skemma fyrir að njóta slíks með góðum íslenskum fiski. mbl.is/​Hari

„Við kunnum mjög vel við Ísland,“ sögðu svissnesku systurnar Susan og Rose, sem gæddu sér á Fish and Chips. Pétur hafði orð á því að sá staður væri sá besti á markaðnum. Ætli hann hafi ekki öfundað þær. Þær kunnu alltént mjög vel við sá götubitahátíðinni og sögðu að matarmarkaðir í borgum væru af hinu góða. Þó að þær þekki ekki Reykjavík án matarmarkaðs á Miðbakka, eru þær vissar um að hann sé góð viðbót. 

Hamborgarar, pylsur, pizzur, matur almennt, götubiti.
Hamborgarar, pylsur, pizzur, matur almennt, götubiti. mbl.is/​Hari
Úr nógu að velja.
Úr nógu að velja. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....