Sátu allir við sama borð?

Blokk FEB í Mjódd.
Blokk FEB í Mjódd. mbl.is/Árni Sæberg

„Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum.

Í tæpar þrjár vikur hafa blaðamenn reynt árangurslaust að ná í Gísla Jafetsson, framkvæmdastjóra FEB, og Þorberg Halldórsson, formann byggingarnefndar, til þess að fá svör um fyrirkomulag úthlutunar í Árskógum 1 til 3, m.a. til að spyrja hvort rétt sé að fermetraverð sé það sama óháð staðsetningu íbúðar, auk fleiri atriða sem út af hafa staðið.

Lífaldur galopnaði úthlutunina

Félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík sem tjáð hafa sig við Morgunblaðið eru ósáttir við framkvæmd úthlutunarinnar og þá leynd sem hvílt hefur yfir henni.

Einn félagsmaður gagnrýnir ákvæðið um að horft skuli til lífaldurs umsækjanda til þess að skapa ákveðna breidd í aldurshópi verðandi íbúa, þar sem slíkt ákvæði galopni úthlutunina og erfitt sé að henda reiður á hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað við úthlutun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert