Mikill viðbúnaður vegna eldsvoða í Breiðholti

Frá vettvangi í Árskógum.
Frá vettvangi í Árskógum. Ljósmynd/Aðsend

Mikið lið slökkviliðs og sjúkrabíla er á leið í Breiðholt samkvæmt heimildum mbl.is. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að eldur sé í fjölbýlishúsi í Árskógum en gat ekki gefið frekari upplýsingar.

RÚV greinir frá því að allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út. Ljóst þyki að miklar skemmdir hafi orðið á að minnsta kosti einni íbúð. Þá hafi lögreglan lokað fyrir umferð um Skógarsel sem liggur að Árskógum.

Mikill viðbúnaður er á vettvangi.
Mikill viðbúnaður er á vettvangi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Mikill reykur er yfir svæðinu.
Mikill reykur er yfir svæðinu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert