Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

Katla Svava og Guðbjörg halda stoltar á litlu systur sem …
Katla Svava og Guðbjörg halda stoltar á litlu systur sem er þriggja daga gömul á myndinni.

Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel.

„Ég var alltaf ákveðin í því að fæða í Eyjum eftir að hafa fætt tvær dætur í Reykjavík. Það er alveg hrikalega leiðinlegt að þurfa að fara viku til tíu dögum fyrir fæðingu til Reykjavíkur og bíða þar. Við fórum tvisvar þangað í ágúst með allt dótið til öryggis og ekkert gerðist. Ég vildi því fara heim og eiga barnið í Eyjum eins og systkini mín hafa gert og dásamað hversu gott það er að eiga barn í heimabæ sínum. Auk þess sem ég og pabbi hennar erum bæði fædd í Eyjum,“ segir Halla Björk Hallgrímsdóttir og bætir við að eftir að ljósmóðirin í Eyjum hafi farið yfir málið hafi hún sannfærst enn frekar um að hún vildi eiga barnið á heimaslóðum.

„Við erum bæði miklir Eyjamenn og langaði að barnið fæddist þar,“ segir Karl Haraldsson, faðir fyrsta barns ársins í Vestmannaeyjum. Halla Björk segir að það hafi verið dásamlegt að fæða barnið á sjúkrahúsinu í Eyjum þar sem komið hafi verið fram við hana eins og drottningu og það hafi verið mikill lúxus að þurfa ekki að spá í því hvernig þau kæmust heim með börnin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert