Kviknaði í bíl á Akureyri

Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri.

Ekki er vitað hvað varð til þess að það kviknaði í rútunni en mest áhersla var lögð á að koma í veg fyrir að eldurinn myndi læsa sig í verkstæðið þar sem rútan stóð hjá. 

mbl.is