Efni af spítalalóð fari í Skerjafjörð

Áform eru um 4,3 hektara landfyllingu og sjóvarnargarð fyrir nýja …
Áform eru um 4,3 hektara landfyllingu og sjóvarnargarð fyrir nýja byggð vestan við Reykjavíkurflugvöll. Meðal annars eru hugmyndir um að aka þangað fyllingarefni af lóð nýja Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) telja æskilegt að 4,3 hektara landfylling og sjóvarnargarður fyrir nýja byggð í Skerjafirði, vestan við Reykjavíkurflugvöll, fari í mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mun ákveða hvort slíkt mat fer fram.

Landfyllingin var rædd á fundi Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar sl. miðvikudag. Einnig var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar vegna landfyllingarinnar og umsagnir HER og Umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar.

Umhverfis- og skipulagssvið vitnaði í tilkynningu sem Efla verkfræðistofa vann. Þar kemur m.a. fram að líkleg umhverfisáhrif framkvæmdanna séu að hluta til neikvæð, einkum á gróður, strand- og sjávarlífríki og fuglalíf. Áhrif á aðra umhverfisþætti séu óveruleg. Gripið verður til aðgerða til að stuðla að því að mikilvæg búsvæði fyrir strand- og sjávarlíf og fuglalíf endurheimtist að einhverju leyti.

Í tilkynningunni segir að umhverfislegur ávinningur sé af framkvæmdinni því henni fylgi þétting byggðar, hagkvæmari nýting lands og breyting ferðamáta. Auk þess standi til að nýta í hana efni sem fellur til við framkvæmdir Nýja Landspítalans og á öðrum þéttingarreitum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »