Vill einn lögreglustjóra á landinu

Óánægja lögreglumanna er m.a. til komin vegna fatamála.
Óánægja lögreglumanna er m.a. til komin vegna fatamála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og að skynsamlegt væri að fyrirhuguð stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda beindist að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann baráttu embætta um peninga og völd birtast í óeiningu.

Þá telur hann að fé til málaflokksins myndi nýtast betur með einum lögreglustjóra yfir landið allt. Í því sambandi vísar hann til þróunar annars staðar á Norðurlöndum og til embætta tollstjóra og ríkisskattstjóra hér á landi. Ennfremur furðar hann sig á yfirlýsingu Landssambands lögreglumanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert