Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manni vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. 

Maðurinn er beðinn að hafa samband við lögregluna á Hverfisgötu 113-115. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfanginu hildur.run@lrh.is eða einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært: Lögreglu hafa borist staðfestar upplýsingar um hver maðurinn sé og er hann því ekki eftirlýstur lengur. Mynd sem upphaflega fylgdi fréttinni hefur verið tekin út.

mbl.is