Mismunað vegna stöðu foreldra sinna

Halldóra Geir­h­arðsdótt­ir og Bene­dikt Erl­ings­son eru í aðal­hlut­verk­um í mynd­bönd­un­um.
Halldóra Geir­h­arðsdótt­ir og Bene­dikt Erl­ings­son eru í aðal­hlut­verk­um í mynd­bönd­un­um. Ljósmynd/Aðsend

Erna er ein þeirra barna sem mismunað er vegna stöðu foreldra sinna. Hún fæddist á Íslandi í apríl 2017 og hefur til þessa dags aldrei stigið fæti út fyrir landið. Þegar hún fæddist var hún fyrst skráð á utangarðsskrá sem „viðskiptavinur Íslands". Síðar fékk hún hefðbundna kennitölu en var þá heimilisfangi hennar breytt án vitundar bæði foreldra og lögmanns. Nýja heimilisfangið var „Evrópa“. 

Þetta kemur fram í nýju innslagi félagasamtakanna „Réttur barna á flótta“. Samtökin eru nýstofnuð en tilefni þeirra er sá mikli fjöldi barna á flótta sem vísað hefur verið úr landi á undanförum árum í mikilli andstöðu við fólkið í landinu.

Bent er á að börn á flótta séu í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu og hér á landi séu börn sem þurfi alþjóðlega vernd. 

Stutt mynd­bönd með Bene­dikt Erl­ings­syni og Hall­dóru Geir­h­arðsdótt­ur í aðal­hlut­verk­um voru fram­leidd vegna átaks­ins. „Um er að ræða grafal­var­legt grín þar sem skot­spæn­in­um er beint að Útlend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is